Kokkur frægrar keðju uppljóstrar leyndarmálinu á bak við ALVÖRU ENSKAN MORGUNMAT – kennslumyndband!

J D Wetherspoon er þekkt bresk bar-/veitingakeðja sem rekur 900 staði í Bretlandi. Alvöru enskur morgunmatur sem framreiddur er á staðnum kostar ekki nema um 350 kr íslenskar.

Þar sem verðið er svona lágt og enski morgunverðurinn svona bragðgóður þá voru margir gestir Wetherspoon sem héldu þetta væri fjöldaframleitt í verksmiðju og hitað upp í örbylgjuofni.

Kokkur á einum Wetherspoon staðnum tók sig til og útskýrði skref fyrir skref hvernig á að gera ALVÖRU ENSKAN MORGUNMAT. Þetta tók ekki langan tíma og hann deildi myndbandinu á TikTok. Það er óhætt að segja að þetta hafi slegið í gegn en milljónir hafa nú lært aðferðir kokksins.

Vissulega er ekki vinsælt hjá keðjum að uppljóstra leyndarmálum úr eldhúsinu en í þessu tilfelli þá voru viðbrögðin svo jákvæð að kokkurinn fær klapp á bakið – og vonandi launahækkun.

Auglýsing

læk

Instagram