Auglýsing

Kötturinn Manny tekur miklu betri selfís en þú!

Það er listform að taka góða selfí. Lýsingin og pósið þarf að vera gott svo ekki sé nú talað um filterinn sem verður fyrir valinu.

Ekkert af þessu er eitthvað sem kötturinn Manny hefur áhyggjur af.

Instagram notandinn @yoremahm á nokkra hunda og átti kött sem dó. Nokkrum dögum eftir að kötturinn dó mætti Manny á svæðið en hann var heimilislaus svo @yoremahm tók hann að sér.

Það kom fljótlega í ljós að Manny var fljótur að læra en einn daginn snerti hann GoPro vélina og tók óvart mynd.

Hann hefur síðan haldið uppteknum hætti og tekur ítrekaðar selfís.

@yoremahm segir að Manny sé klárlega „alfa“ þegar kemur að vinahópnum, sem samanstendur af honum og hundunum.

Kettir eru snilld. Það er bara þannig.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing