Lykillinn að góðum svefni er að gera þetta áður en þú sofnar!

Rannsóknir á svefni hafa sýnt fram á að sjónvarpsgláp rétt áður en þú ferð að sofa hefur ekki góð áhrif á svefninn.

Þetta gildir þetta líka um tölvur og síma, en birtan frá þeim hefur þau áhrif á líkamann að hann vaknar frekar en að þreytast og á erfitt með að undirbúa sig fyrir svefn.

Vísindamenn sem sérhæfa sig í svefni mæla nú með því að fólk lesi bók rétt fyrir svefninn frekar en að glápa á sjónvarpið eða hanga í tölvu eða spjaldtölvu. Þá er að sjálfsögðu átt við venjulega bók – ekki Kindle eða eitthvað slíkt.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að það að skríða upp í rúm með bók veldur slökun líkamans og fólk sofnar hraðar og betur.

Auglýsing

læk

Instagram