Nokkrar vandræðalegar setningar úr ÍSLENSKUM minningargreinum

Auglýsing

Fólk vandar sig skiljanlega einstaklega mikið þegar kemur að minningargreinum, en stundum vandar fólk sig aðeins of mikið – eins og sést hér fyrir neðan.

„Þrátt fyrir góða greind gekk hún aldrei í kvenfélag.“

 

„Kristín sigldi léttan byr í ólgusjó lífsbaráttunnar, heilsteypt og sterk. Nú hefur Kristín tekið á sig náðir.“

 

„Dauðinn sneiddi af systkininum.“

 

„Enda lét hún ekki deigan síga fyrr en í rauðan dauðann.“

Auglýsing

 

„Þeir sem Guðirnir elska deyja ungir. Þessi orð koma mér í hug er ég minnist afa. Hann var á 93. aldursári þegar hann lést….“

 

„Hann skrapp úr vinnunni til að fara í þrekpróf í Hjartavernd, en kom þaðan liðið lík.“

 

„En jólaboðin hjá Betu breyttust í gegnum árin. Börnin gengu úr hvert af öðru.“

 

„Helga lést svo þennan dag kl. 1. Helga hafði hugsað sér að eyða þessum degi í annað.“

 

„Í dag kveðjum við kæran samstarfsmann og félaga. Hann tók sér tveggja daga frí til að kveðja þennan heim.“

 

„Ágústa giftist ekki og eignaðist ekki börn í venjulegum skilningi þess orðs.“

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram