Ragga Nagli óskar öllum gleðilegan mánudag NEMA honum – „Þessi athugasemd fékk Naglann til að hugsa þar til æðin sprakk í enninu“

Auglýsing

Ragga Nagli lét einkaþjálfara heyra það á Facebook síðu sinni í dag þegar hún óskaði öllum gleðilegan mánudag nema honum.

Hann kom nefnilega með athugasemd sem Ragga segir að eigi aldrei rétt á sér:


Gleðilegan mánudag til allra nema þjálfarans í rækt Naglans sem stundar æfingasmánun.

Í rækt Naglans er herbergi með mjög góðum hlaupabrettum, handlóðum, róðravélum og ketilbjöllum svo hægt er að brúka til allskyns verka.
Naglinn hitar upp fyrir átökin reglulega þarna inni.

Auglýsing

Ekki alls fyrir löngu er Naglinn í upphitun og í þeirri mund labbar téður þjálfari inn með skjólstæðing sinn.

Eftir tíu mínútur af kraftgöngu og 400 m hlaupi var kominn tími á að spæna upp gólfið í átökum.

En þar sem Naglinn tygjar sig af brettinu segir náunginn:
„Hva… ertu bara búin strax?“

Á Naglann komu vöflur… „Ha nei.. nei.. nei.. er rétt að byrja“

Þjálfarinn: „Já gott…ég hélt þú ætlaðir bara að æfa í 10 mínútur“

Þessi athugasemd fékk Naglann til að hugsa þar til æðin sprakk í enninu.

Svona athugasemdir sem gera lítið úr tilraunum fólks í ræktinni eru ekkert annað en æfingasmánun.

Hvað veit hann um aðstæður hjá ræktarpésunum.

Hann vissi ekkert hvort Naglinn var að byrja eða klára æfingu.
Enda sá hann túttuna klukkutíma síðar ennþá að hamast.

Ef einhver hleypur „bara“ í 10 mínútur getur það verið af mörgum ástæðum.

Kannski er þetta það eina sem orkan leyfði þann daginn.
Kannski var nóttin erfið. Andvaka. Veikt barn. Grátandi móðir á símtólinu.
Kannski er viðkomandi að stíga uppúr viku af veikindum.
Kannski var viðkomandi að koma úr aðgerð.
Kannski er mjöðmin í ólagi.

Viðkomandi mætti samt.
Eitthvað er betra en ekkert.
10 mínútur eru betri en núll mínútur.

Að mæta og gera smotterí styrkir heilsuvenjuna og er betra en að verma sófasettið heima.

Fólk sem upplifir æfingasmánun veigrar sér við að fara á æfingu af ótta við að gert sé lítið úr þeirra tilraunum

Hvort sem það er athguasemd um þyngdir á stöng, tími á bretti eða fjöldi froskahoppa.
Æfingasmánun er þannig letjandi til heilsuhegðunar.
Æfingasmánun á aldrei rétt á sér.

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram