RIHANNA elskar Chris Brown þrátt fyrir líkamsárás – nálgunarbanni aflétt og þau að byggja upp traust? „Því miður alltof algengt“ – myndir

Auglýsing

Oprah Winfrey deildi hlaðvarpi (Supersoul Conversations) sem innihélt áður óbirt viðtal við Rihönnu sem var tekið 2012. Í viðtalinu segir Rihanna að þau Chris séu mjög náin eftir að nálgunarbanni sem dómstólar lögðu á Chris Brown var aflétt. Hér að neðan má sjá brot úr samtali Rihönnu við Opruh.

“We’ve been working on our friendship again,” segir Rihanna. “Now we’re very very close friends. We’ve built up a trust again, and that’s – we love each other and we probably always will. And that’s not something we’re ever going to change. That’s not something you can shut off, if you’ve ever been in love.”

“I think he was the love of my life. He was the first love. And I see that he loved me the same way… it’s not even about us being together,” She said. “I truly love him. So the main thing for me is that he’s at peace. I’m not at peace if he’s a little unhappy, or he’s still lonely.”

Oprah spyr Rihönnu hvort hún telji að þau muni verða par aftur í framtíðinni: „He’s in a relationship of his own.” segir Rihanna. “I’m single but we have maintained a very close friendship ever since the restraining order has been dropped. We’ve just worked on it, little by little, and it has not been easy. It’s not easy.”


Komið hefur í ljós að Chris Brown beitti Rihönnu ofbeldi allan tímann sem þau voru saman sem endaði með frægri líkamsárás sem gerðist eftir Grammy hátíðina. Rihanna var illa farin og þurfti að gista á sjúkrahúsi eftir árásina.

Chris Brown var dæmdur fyrir þetta brot og flestir aðdáendur Rihönnu óskuðu þess að hann myndi láta sig hverfa alveg úr lífi hennar. Það var svo sett nálgunarbann á Chris Brown þar sem hann var talinn hættulegur Rihönnu rétt eftir árásina.

„Þetta er því miður alltof algengt“ segir Rita Smith sem rekur National Coalition of Domestic Violence (samtök gegn heimilisofbeldi). Hún las orð Rihönnu úr viðtalinu og sagði þetta dæmigert fyrir fórnarlömb heimilisofbeldis.

Ástin er sterk og mörg fórnarlömb snúa aftur í ofbeldisfull sambönd segir Rita Smith: „They love them, they think they change, and abusers are particularly good at convincing you they’ve changed.“

Þeir sem þekkja til Chris Brown í dag segja hann hafa litla stjórn á skapi sínu eins og fjölmörg dæmi hafa sýnt. Hegðun hans undanfarin ár hefur frekar versnað en batnað. Það er því ljóst að allir sem eiga í vina- eða ástarsambandi við þennan mann eru í ákveðinni hættu þegar hann skiptir skapi. Batnandi mönnum er best að lifa en ekkert í framkomu Brown bendir til að hann hafi bætt sig og sé að fá viðeigandi aðstoð.

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram