YouTube stjarnan Corey La Barrie lést á 25 ára afmælisdeginum sínum!

Auglýsing

YouTube stjarnan Corey La Barrie er látinn og hann lést á 25 ára afmælisdeginum sínum.

Corey var þekktur fyrir skemmtileg og oft villt YouTube myndbönd og það má segja að hann hafi verið vinsæll á miðlinum, enda á hann þó nokkur myndbönd sem eru með meira en milljón áhorf.

Corey lést í bílslysi þann 10. maí og með honum í bílnum var Daniel Joseph Silva, sem hefur verið kallaður tattúlistamaður fræga fólksins – en það var Daniel sem var að keyra bílinn.

Auglýsing

Sjúkrabílar fóru með þá báða á spítala, en það var því miður ekkert sem hægt var að gera fyrir Corey og hann lést á spítalanum.

Tattúlistamaðurinn Daniel var ekki illa meiddur, en samkvæmt lögreglunni þá reyndi hann að flýja slysstað – enda segir Jarrad, bróðir hans Corey, að Daniel hafi verið fullur:

Í síðustu Instagram færslunni hans Corey þá er hann að leita að ástinni og það er sorglegt að hugsa til þess að þessi ungi maður muni aldrei koma til með að finna hana.

Hvíl í friði Corey – við kveðjum þig með Tesla grikknum sem tekur á móti öllum sem heimsækja YouTube síðuna þína.

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram