Geggjaðar eftirhermur Tryggva slá í gegn: Nær Binna Glee, Sólrúnu Diego og Gylfa Sig fáránlega vel

Auglýsing

Tryggvi Freyr Torfason, 29 ára gamall Hvergerðingur, er menntaður leikari sem hefur heldur betur slegið í gegn á Snapchat að undanförnu. Þar hefur Tryggvi sérhæft sig í að herma eftir fólki með eftirtektarverðum árangri. Horfðu á stórkostlegt myndband hér fyrir ofan.

Tryggvi segist í samtali við Nútímann alltaf hafa haft gaman af því að herma eftir fólki og gera grín en það hafi ekki verið fyrr en vinir hans hvöttu hann áfram sem hjólin fóru að snúast. „Ég og kærastan mín fórum til Spánar með vinum okkar, Tinnu og Ingó sem bæði halda úti vinsælum snapchatreikningum (tinnabk og goisportrond) núna í byrjun júní og ég var eitthvað að fíflast á þeirra Snappi,“ segir hann.

Í kjölfarið fóru þau að hvetja mig áfram í þessu og þá fór fylgjendunum að fjölga hratt.  Snappið sprakk svo þegar ég setti eftirhermu af Binna Glee inn.

Tryggvi hefur ekki bara hermt eftir Binna Glee en túlkun hans á Snappstjörnunni vinsælu Sólrúnu Diego og knattspyrnukappanum Gylfa Sigurðssyni hafa einnig slegið í gegn. Fyrir áhugasama er notendanafn Tryggva á Snapchat : Tryggvu

Horfðu á Snapchatsögu Tryggva frá því í gær í spilaranum hér að ofan

Auglýsing

læk

Instagram