Íslenska kvikmyndin Webcam frumsýnd: Kynlífssenurnar voru krefjandi

Kvikmyndin Webcam verður frumsýnd á morgun. Anna Hafþórsdóttir og Telma Huld Jóhannesdóttir eru í aðalhlutverkum í myndinni sem fjallar um stúlku sem gerist svokölluð cam girl og byrjar að fækka fötum fyrir framan vefmyndavél.

Sjá einnig: Ögrandi mynd um stelpu sem gerist „cam girl“

Anna segist í samtali við mbl.is hafa lagst í smá rannsóknarvinnu og skoðað þennan heim. Hún komst að því að hann er mjög stór þrátt fyr­ir að hún hafi ekki vitað að hann væri til.

Það eru allskon­ar stelp­ur að gera allskon­ar hluti og það eru mikl­ir pen­ing­ar í þessu fyr­ir þær sem eru virk­ast­ar og með aðdá­enda­grunn. Það eru menn sem koma aft­ur og aft­ur og stund­um er eins og þeir verði ást­fangn­ir af þeim.

Anna segist á mbl.is þakklát leikstjóra myndarinnar fyrir að hafa tekið góðan tíma í æf­ing­ar þar sem hlut­verkið feli í sér senur sem krefjast mik­ill­ar nánd­ar.

„Það eru sen­ur þar sem ég er fá­klædd og er að tala í vef­mynda­vél­ina en það sem var enn meira krefj­andi eru kyn­lífs­sen­ur þar sem ég þarf að vera náin með öðru fólki og hrein­lega nak­in,“ seg­ir hún á mbl.is.

Sigurður Anton Friðþjófsson leikstýrir myndinni ásamt því að skrifa handritið og Magnús Thoroddsen Ívarsson framleiðir.

Hér má sjá stiklu fyrir myndina.

Auglýsing

læk

Instagram