Nýr þáttur um tónlistarfólk og græjurnar þeirra hefur göngu sína á Nútímanum

Þátturinn Analog verður á Nútímanum í sumar. Analog fjallar um þekkt tónlistarfólk og græjurnar þeirra. Horfðu á kynningarstiklu úr þáttunum hér fyrir ofan.

Fyrsti þátturinn fer í loftið á morgun. Gestur þáttarins er Helgi Sæmundur, rappari og taktsmiður í Úlfi Úlfi. Í sumar mun þátturinn einnig heimsækja Steinunni DJ Flugvél og geimskip, Bibba í Skálmöld, Nönnu í Of Monsters and Men og Jakob Frímann.

Analog hittir tónlistarfólkið á heimavelli og fær að skoða græjurnar, þannig að græjufíklar geta hugsað sér gott til glóðarinnar. Fylgist með á Nútímanum!

Auglýsing

læk

Instagram