Ragnheiður Sara glímdi við skort á sjálfstrausti og ákvað að koma sér í form til að ná sér í kærasta

Auglýsing

Ragnheiður Sara Sigmundsdottir er ein hraustasta kona heims. Hún hefur tekið þátt í heimsleikunum í CrossFit nokkur ár í röð en ólíkt öðrum af okkar sterku dætrum byrjaði Sara íþróttaferil sinn frekar seint. Þegar vinkona hennar eignaðist kærasta ákveður hún að koma sér í form til að ná líka í einn slíkan. Hún sneri því við blaðinu og upphófst ótrúlegt ferðalag.

Ragnheiður Sara segir sögu sína í þættinum Ný sýn, sem sýndur er í Sjónvarpi Símans á þriðjudagskvöldum klukkan 20.20. Hún hafði líkt og svo margir unglingar glímt við skort á sjálfstrausti allt frá 10 ára aldri. „Ég gat aldrei gert neitt nema vinkonur mínar væru með mér,“ segir hún í þættinum.

Önnur þáttaröð Nýrrar sýnar undir stjórn Hugrúnar Halldórsdóttur hefur vakið mikla athygli – rétt eins og sú fyrri. Þetta er þriðji þáttur af fimm í þessari seríu þar sem þekktir landsmenn segja frá því hvernig þeir tókust á við erfiða lífreynslu.

Horfðu á brot úr þættinum í spilaranum hér fyrir ofan

Auglýsing

læk

Instagram