Sprengja sprakk í andyri Manchester Arena í Manchester á Englandi í kvöld. Tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande var að ljúka.
Það sem við vitum um atvikið
Að minnsta kosti tuttugu og tveir eru látnir, þar á meðal börn og fleiri en 59 manns eru slasaðir. Guardian greinir frá þessu.
Lögregla telur að árásarmaðurinn hafi verið einn á ferð. Hann sprengdi sig upp og því er um sjálfsvígsárás að ræða.
Talið er að um hryðjuverk hafi verið að ræða.
Um 21 þúsund manns voru á tónleikunum þegar sprengjan sprakk.
Ekki eru allir komnir í leitirnar eftir árásina í gærkvöldi og leita fjölskyldur og vinir þeirra að þeim, meðal annars með hjálp samfélagsmiðla. Margir hafa birt myndir af þeim sem saknað er undir myllumerkinu #MissingInManchester
Hér má sjá myndband þar sem heyra má sprenginguna og sjá viðbrögð gesta
Ariana Grande er miður sín vegna árásarinnar
broken.
from the bottom of my heart, i am so so sorry. i don't have words.— Ariana Grande (@ArianaGrande) May 23, 2017