Forsetakosningar framundan í Rússlandi: Væntingar um góða kjörsókn og Pútín þykir sigurstranglegur

Erna Ýr Öldudóttur skrifar…

Fjörtíu þúsund Rússar utan Rússlands hafa nú þegar greitt atkvæði í utankjörfundaratkvæðagreiðslu án teljandi vandræða, en áætlað er að halda forsetakosningar í Rússlandi dagana 15. og 17. mars 2024. Samkvæmt tilkynningu frá talsmanni Rússneska ríkjasambandsins, Maria Zakharova sem birt var í rússneska miðlinum TASS í gær.

„Kosning utan kjörfundar er hafin. Hún hefur þegar farið fram í 23 löndum og 29 kjörstjórnir hafa eftirlit með henni. Þann 12. mars höfðu yfir 40 þúsund Rússar þegar kosið“, sagði stjórnarerindrekinn. „Kosningin hefur farið fram án alvarlegra uppákoma,“ er haft eftir henni.

Núverandi forseti Rússlands, Vladimir Pútín, gefur kost á sér til endurkjörs sem óháður frambjóðandi. Auk hans eru frambjóðendur á meðal annarra: Leonid Slutsky frá Lugansk (LDPR, fyrrum Úkraínu) en hann er formaður alþjóðamálanefndar Dúmunnar. Nikolai Kharitonov, formaður neðri deildar Dúmunnar Austurlöndum fjær og þróunarnefndar Norðurslóða úr Kommúnistaflokki Rússneska ríkjasambandsins (CPRF). Einnig býður sig fram varaforseti neðri deildar Dúmunnar, Vladislav Davankov, frá New People-flokknum.

Ríkisstjórn Joe Biden sökuð um að reyna að hafa áhrif á kosningarnar

Rússneskar leyniþjónustur hafa sakað bandarísk stjórnvöld um að nota bandarísk félög og stofnanir (e. Non-Governmental Organizations, NGOs) í undirróðursstarfsemi í aðdraganda kosninganna, sem felur m.a. í sér að letja almenning í landinu til þátttöku. Dræm þátttaka þykir grafa undan lýðræðislegu umboði sigurvegara kosninga.

Félagsvísindastofnun Rússneska ríkjasambandsins (VCIOM) áætlar þó á grundvelli símakönnunar að þátttakan verði um 71%. Þar af styðji um það bil 82% sitjandi forseta, Vladimír Pútín. Áður taldir kandídatar eru með 5%, 6% og 6% fylgi í sömu röð, skv. könnuninni. Önnur svör voru samalagt um 1%. Frá þessu greindi Sputnik News International.

Erna Ýr Öldudóttir, blaðamaður, er í Rússlandi að fylgjast með forsetakosningunum, í boði Borgaraskrifstofu Rússneska ríkjasambandsins (e. Civic Chamber of the Russian Federation

Auglýsing

læk

Instagram