Auglýsing

Götustrákarnir átu heitustu flögu í heiminum: „Mér hefur aldrei liðið svona illa“ – MYNDBAND!

Hot Chip-áskorunin er ein tortilla-flaga sem er búin til úr einum sterkasta chili í heiminum. Hún er svo sterk að sala hennar hefur verið bönnuð í fjölmörgum löndum en hún skorar á milli 1.8 til 2.2 milljónir stiga á Scoville-skalanum.

Götustrákarnir á hlaðvarpsveitunni Brotkast fengu tvær slíkar flögur sendar með pósti hingað til lands en flögurnar koma í líkkistu-lagaðri öskju en með henni fylgja einnota hanskar því fjölmargir hafa lent á sjúkrahúsi eftir að hafa handleikið flöguna og svo óvart komið við augu sín.

Götustrákarnir tóku þessa sársaukafullu tilraun upp á myndskeið en hægt er að sjá það hér neðst í fréttinni.

Flagan skorar hátt á Scoville-skalanum eða svipað hátt og bandarískur piparúði.

„Þetta er svo heitt. Þetta verður bara verra og verra, ég er ekki að losna við þetta,“ segja þeir nánast báðir í kór. Þess má geta að þeir sem éta flöguna geta átt von á því að finna fyrir áhrifum hennar í 10 til 20 mínútur.

Þá mega þeir sem borða þessa flögu eiga von á því að upplifa tilfinningu líkt og munnur þeirra sé alelda, sjónsvið getur orðið fyrir áhrifum auk þess sem fjöldi fólks upplifir öndunarerfiðleika í stuttan tíma. Því ber að halda til haga að vara þessa hentar alls ekki fyrir börn en flagan hefur verið vinsæl á TikTok en þar hefur fjöldi fólks tekið upp myndskeið af því þegar flagan er étin undir myllumerkinu #hotchipchallenge.

Fyrir þá sem ekki vilja prufa umrædda flögu er bent á að horfa á myndskeiðið af Götustrákunum. Það má segja að það hafi ákveðin fælingarmátt.

„Þetta geri ég ekki aftur, það er deginum ljósara,“ segir Aron Mímir. Þess má til gamans geta að þeir félagar þömbuðu mjólk á meðan á tilrauninni stóð til þess að reyna að minnka áhrif flögunnar.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing