today-is-a-good-day

Lifa konur lengur en karlar? Hver er lykillinn að langlífi?

Hver er lyk­ill­inn að lang­lífi og hvað gera lang­líf­ustu þjóðir heims til að ná háum aldri og al­mennu heil­brigði?

Í ann­arri þáttaröð af Lif­um leng­ur ferðast Helga Arn­ar­dótt­ir til þriggja landa sem kall­ast The Blue Zo­nes og hafa verið skil­greind lang­líf­ustu svæði heims. Þetta eru gríska eyj­an Íkaría, ít­alska eyj­an Sar­dinia og smá­bær­inn Loma Linda í Kali­forn­íu.

Einnig sæk­ir Helga lang­lífa Íslend­inga heim og ber sam­an lífs­stíl þeirra við lífs­stíl lang­líf­ustu þjóða heims.

Fjallað verður nán­ar um lang­lífi á eyj­unni Sar­diniu í Lif­um leng­ur fimmtu­dags­kvöld kl. 20:20 í op­inni dag­skrá en þáttaröðin er kom­in í heild sinni í Sjón­varp Sím­ans Premium.

Auglýsing

læk

Instagram