Nýtt COVID-19 fræðslumyndband

Á upplýsingafundi almannavarna í dag var kynnt nýtt kynningarmyndband með upplýsingum um smitrakningarappið og ábyrga hegðun ferðamanna.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, kynnti myndbandið sem kallast Visiting Iceland – Official travel information. Myndbandið verður sýnt um borð í flugvélum á leið til Íslands og verður einnig sýnt fólki þegar er komið inn í Leifstöð.

Hægt er að nálgast myndbandið í heild sinni á Covid.is

Auglýsing

læk

Instagram