Adidas hættir við að henda Yeezy-skónum: Skila miklu meiri hagnaði vegna Kanye West

Adidas hóf í dag að selja það sem er eftir af birgðum fyrirtækisins af Yeezy-strigaskóm og samkvæmt nýjustu tölum má með sanni segja að þessi íþróttavörurisi komi ekki til með að tapa krónu á gömlu samstarfi sínu við rapparann Kanye West. Adidas var eitt þeirra fyrirtækja sem sleit samstarfi sínu við rapparann árið 2022 eftir að Kanye West hafði uppi ummæli á samfélagsmiðlum sem sögð voru innihalda gyðingahatur.

Í fyrstu hafði fyrirtækið gert ráð fyrir gríðarlegu tapi vegna þessa en svo virðist sem að Adidas átti sig á því að Kanye West getur enn búið til peninga fyrir fyrirtækið þrátt fyrir að eiga ekki í samstarfi við þá lengur því í stað þess að henda skónum hefur Adidas ákveðið að selja hvert einasta par.

Skórnir eru hannaðir af rapparanum Kanye West en nýr forstjóri Adidas ætlar sér ekki að henda birgðunum sem þeir eiga heldur selja skóparið á fullu verði og græða á því.

Áttu að enda í ruslatunnunni

Mun fyrirtækið græða meira en 700 milljónir dollara á sölunni eða um 96 milljarða íslenskra króna. Áður en ákveðið var að selja öll skópörin hafði Adidas reiknað sér til um 290 milljón dollara tap eða 40 milljarða íslenskra króna.

Fyrirtækið seldi um 40% af birgðum sínum á síðasta ári og var jafnvel talið að restin myndi enda í ruslatunnunni en nú virðist dæmið hafa snúist algjörlega við og er fyrsta parið farið í sölu á Adidas-appinu og á vefsíðu þeirra fyrir 230 dollara eða rúmar 30.000 kr.- íslenskar fyrir parið. Ótrúlegt en satt að þá er eftirspurnin eftir umræddum skóm miklu meiri en framboðið og því geta þeir sem vilja kaupa skóparið ekki gert það með beinum kaupum heldur er aðeins hægt að taka þátt í lottói og ef þú ert valinn að þá getur þú keypt þér par.

Fyrsta Yeezy-skóparið sem Adidas mun selja á þessu ári hefur litið dagsins ljós á vefsíðu fyrirtækisins. Miðað við meðfylgjandi mynd má áætla að fjórar aðrar tegundir munu fara í sölu á árinu.

Skiluðu meiri hagnaði vegna Yeezy

Nýr forstjóri Adidas tók við fyrir aðeins tveimur árum síðan en ráðning hans hafði ekki gengið í garð fyrr en eftir að fyrirtækið sleit samstarfi sínu við rapparann. Forstjórinn, sem heitir Bjorn Gulden og var áður forstjóri PUMA, sagði að sú ákvörðun fyrirtækisins að henda ekki birgðunum hafi orðið til þess að Adidas hafi skilað rekstrartekjum umfram það sem spáð var fyrir árið 2023.

„Við munum allavega selja þá fyrir kostnaði“ sagði Bjorn í viðtali í fyrra en miðað við 230 dollara verð á skóparinu má ætla að Adidas ætli sér að græða á sölunni því verðið er svipað því og þegar þeir voru seldir á fullu verði fyrir nokkrum árum.

Auglýsing

læk

Instagram