Aussievision tekur við Heru Björk

Aussievision er þáttur tileinkaður Júróvisjón og öllu því tengdu. Hera Björk okkar Íslendinga er nýjasti gestur þáttarins og ræðir við þáttastjórnandann Hayley.

Þær stöllur ræða um flest milli himins og jarðar, allt frá því hvernig æfingar ganga fyrir sig yfir í búningamál.

Hera Björk fer út í hvernig það mun vonandi vinna með henni að hafa mikla reynslu af keppninni en að þrátt fyrir alla hennar reynslu þá sé hún samt að þiggja góð ráð frá öðrum keppendum.

Þær færa sig svo út í hvernig íslenska lagið varð til og ræða svo ástralska lagið og Hera gefur álit sitt á því.

Hayley er líka forvitin um Ísland og fær skemmtilega fróðleiksmola frá Heru Björk um land og þjóð.

Að lokum ræða þær svo keppnina sjálfa og hvernig hún leggst í okkar konu.

Hægt er að horfa á viðtalið í myndbandinu hér fyrir neðan.

 

Auglýsing

læk

Instagram