Barn féll af reiðhjóli

Lögregla átti annasama nótt eins og oft áður og er helst að nefna að barn féll af reiðhjóli en ekki er greint frá aldri barns eða hvort um alvarlegt slys var að ræða.

Veitingastaðir áttu í vandræðum með ölvaða viðskiptavini og voru tveir veitingastaðir sem kölluðu eftir lögreglu vegna þessa. Á öðrum var einstaklingur sofandi og gat ekki yfirgefið svæðið eða gefið lögreglu upp nafn. Á hinum neitaði ölvaður viðskiptavinur að yfirgefa svæðið en var fjarlægður með aðstoð lögreglu.

Lögregla sinnti einnig tilkynningu um innbrot í fyrirtæki og nokkuð var um ölvunarakstur og einn tekinn undir áhrifum og án ökuréttinda.

Bifreð var ekið á nokkra kyrrstæða bíla í nótt með minniháttar tjóni og endurvinnslustöð kallaði eftir aðstoð lögreglu vegna mannaferða inni á svæðinu um miðja nótt.

Auglýsing

læk

Instagram