Dagbók lögreglu – Þjófnaður, rán, innbrot og eldur

Nokkur erill var á lögreglu í nótt en tilkynnt var um eld sem komið hafði upp í heimahúsi þar sem kviknað hafði í rúmfötum.

Lögregla sinnti innbroti í heimahús og þurfti einnig að hafa afskipti af einstakling sem grunaður var um vörslu fíkniefna. Bifreið hans var stöðvuð og ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum.

Nokkrar tilkynningar bárust um umferðaróhapp en í einu tilfellinu hafði ökumaður misst stjórn á bifreið og keyrt upp á umferðareyju.

Þá var tilkynnt um þjófnað í verslun og innbrot í geymslu í fjölbýlishúsi.

Einnig barst lögreglu tilkynning um líkamsárás og stuld á bifreið, en bifreiðin var stöðvuð stuttu síðan og ökumaður handtekinn og vistaður í fangaklefa. Ökumaður er jafnframt grunaður um akstur un áhrifum fíkniefna.

Auglýsing

læk

Instagram