Dómsmálaráðherra segir Sigmundi Davíð að kynna sér kynjafræði

Í nýrri stiklu þáttarins Harmageddon er sagt frá því að Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir hafi tilkynnt í ræðu sinni á þingi, áherslu sína á að öll kyn geti starfað í Landhelgisgæslunni.

Formaður Miðflokssins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, steig í pontu og bað um frekari skýringar á orðræðu ráðherra og hvaða kyn hún væri að tala um sérstaklega.
„Hver eru öll þessi kyn? Það hlýtur að liggja fyrir ef þá að vera hægt að skoða hvort markmiðið náist,“ spyr Sigmundur og bað Dómsmálaráðherra að fara yfir það með þinginu nákvæmlega hvert markmiðið væri og hver öll kynin séu svo hægt væri að skoða mælanlegan árangur.

Dómsmálaráðherra sagðist þá ekki ætla að vera með kennslustund í kynjafræði á Alþingi og hvatti þingmanninn til að kynna sér kynjafræði á eigin spýtur.

Sigmundur steig þá aftur í pontu og sagði svör Dómsmálaráðherra „heldur innihaldsrýr“ og sakar ráðherrann um að forða sér undan spurningunni á ódýran hátt. Hann segir stórfurðulegt að þegar hann biður um útskýringu á hvað ráðherrann sjálfur var að segja rétt áðan, þá sé honum einfaldlega sagt að ráðherrann ætli ekkert að svara því heldur sé honum bent á að spyrja einhvern annan.

„Ég á ekki von á að hæstvirtur ráðherra svari þessu í seinni tilraun því ég tel að hæstvirtur ráðherra viti ekki alveg hvað hann hafi verið að fara þarna áðan og þess vegna viljað komast hjá því að svara.“

Dómsmálaráðherra svarar svo Sigmundi aftur og í þetta skipti á þá leið að hann sé í stjórnmálaflokki þar sem fólki er ekki skipt niður og að þau (Sjálfstæðisflokkurinn) tali um öll kyn en svaraði Sigmundi ekki frekar.

Hér fyrir neðan er stutt brot úr þættinum en ef þú vilt horfa og hlusta á allan þáttinn þá getur þú gert það með áskrift að hlaðvarpsveitunni Brotkast.

Auglýsing

læk

Instagram