Auglýsing

Einn í haldi vegna skotárásar: Biðla til íbúa og fyrirtækja á svæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar skotárás í Hafnarfirði á aðfangadag eins og fram hefur komið, en tilkynning um málið barst klukkan 22:06 á aðfangadagskvöld. Tveir menn fóru þá inn í íbúð í Álfholti og hleyptu af nokkrum skotum, en mikil mildi þykir að enginn slasaðist.

Nútíminn greindi frá málinu og ræddi meðal annars við íbúa í Álfholti.

„Þetta byrjaði rétt eftir ellefu í kvöld. Þá fóru sérsveitarmenn með hríðskotabyssur að ganga á milli húsa hérna. Við vissum ekki hvað væri að gerast en fengum svo þær upplýsingar núna rétt áðan að þarna hafi skotárás átt sér stað. Okkur var ráðlagt að halda kyrru fyrir inni í íbúðinni okkar.“

Vegna málsins biðlar lögregla enn fremur til bæði íbúa og forráðamanna fyrirtækja á Hvaleyrarholti að athuga með myndefni í öryggis- og eftirlitsmyndavélum á svæðinu og koma því til lögreglu ef svo ber undir. Um er að ræða tímann frá kl. 21.30 – 22.30 á aðfangadagskvöld, en í þágu rannsóknarinnar er verið að leita upplýsinga um grunsamlegar mannaferðir.

Upplýsingum um málið, ef einhver býr yfir slíku, má sömuleiðis koma á framfæri í tölvupósti á netfangið r2a@lrh.is

Rannsókn málsins er í fullum gangi og er einn í haldi lögreglu vegna hennar, en sá var handtekinn fyrr í dag. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing