Einn læsti sig inni á salerni og annar svaf á stigangi: Hvað gerðist í þínu hverfi í nótt?

Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir að verslun í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi. Ástæðan fyrir útkallinu var sú að einhver hafði læst sig inni á salerni verslunarinnar. Ekki fylgir það sögunni hvernig lögreglumenn leystu þetta sérkennilega verkefni annað en að hún hafi sinnt umræddu útkalli.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar sem heldur utan um verkefni embættisins frá því 17:00 í gær og þar til 05:00 í morgun. Hér fyrir neðan er hægt að sjá verkefni lögreglunnar tímasett og skipt niður eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglustöð 1 – Austurbær – Miðbær – Vesturbær – Seltjarnarnes:

18:22: Tilkynnt um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Lögregla sinnti en bifreiðin fannst ekki.
18:33: Tilkynnt um aðila sem hafði lokað sig inni á salerni í verslun í hverfi 101. Lögregla sinnti.
18:38: Tilkynnt um aðila að ónáða gesti á skemmtistað í hverfi 101. Aðilinn farinn af vettvangi þegar lögregla kom.
18:45: Tilkynnt um aðila á miðri umferðargötu að ganga á móti umferð. Aðilinn farinn þegar lögregla kom.
19:04: Tilkynnt um háværan hvell í hverfi 105. Lögregla sinnti.
20:22: Tilkynnt um ölvaðan aðila til vandræða á hóteli í hverfi 101. Lögregla sinnti og vísaði aðilanum á brott.
20:59: Tilkynnt um tilraun til innbrots í hverfi 108. Lögregla sinnti og í ljós kom að aðilinn hafði ekki tekist ætlunarverk sitt.
00:00: Ökumaður bifreiðar stöðvaður í hverfi 105. Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis, ávana- og fíkniefna. Hefðbundið ferli.
01:02: Tilkynnt um minniháttar líkamsárás á skemmtistað í hverfi 101.
01:29: Ökumaður bifreiðar stöðvaður í hverfi 101. Handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hefðbundið ferli.
01:55: Tilkynnt um ferðamann í vandræðum í hverfi 101. Lögregla sinnti.
03:10: Tilkynnt um yfirstandandi innbrot í hverfi 105. Lögregla sinnti og einn aðili handtekinn á vettvangi og var hann vistaður í fangaklefa.

Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður – Garðabær – Álftanes:

00:36: Tilkynnt um sofandi mann á stigagangi í hverfi 220. Lögregla sinnti.
00:57: Tilkynnt um reyk koma frá húsnæði fyrirtækis í hverfi 210. Lögregla sinnti ásamt slökkviliði. Kom í ljós að um minniháttar eld var að ræða.
02:38: Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 210. Ein bifreið skemmd og einn aðili fluttur á slysadeild.

Skráningarmerki tekin af nokkrum ökutækjum ýmist vegna skorts á tryggingum eða aðalskoðun/endurskoðun.

Lögreglustöð 3 – Kópavogur – Breiðholt:

20:45: Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 109. Tvær bifreiðar skemmdar en ekki slys á fólki.
21:37: Tilkynnt um tvo aðila að áreita fólk við verslun í hverfi 109. Aðilarnir á bak og burt þegar lögreglu bar að garði.

Lögreglustöð 4 – Grafarvogur – Mosfellsbær – Árbær:

21:38: Tilkynnt um olíuleka úr bifreið í hverfi 110. Lögregla sinnti.
01:45: Ökumaður bifreiðar stöðvaður. Handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hefðbundið ferli.
02:48: Tilkynnt um hávaða koma frá íbúð í hverfi 111. Lögregla sinnti.

Auglýsing

læk

Instagram