Einn reyndi að bíta fólk í miðbænum: Hvað gerðist í þínu hverfi í nótt?

Fjöldi ökumanna voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna og áfengis í nótt. Þá var tilkynnt um aðila sem var að reyna að bíta fólk í miðbænum. Þegar lögreglu bar að garði reynda viðkomandi að komast burt á hlaupum. Laganna verðir höfðu hendur í hári aðilans og komu þannig í veg fyrir fleiri bit.

Hér fyrir neðan getur þú séð hvað var að gerast í hverfinu þínu þegar það kemur að verkefnum lögreglu.

Stöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seljarnarnes:

00:53 Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. Fluttur á lögreglustöð til sýnatöku og laus að henni lokinni.

01:27 Tilkynnt um ofurölvi aðila utan við skemmtistað í miðbænum. Eftir ítrekaðar tilraunir til að koma viðkomandi heim var útséð að það gekk ekki. Aðilinn vistaður í fangaklefa vegna málsins.

02:19 Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Fluttur á lögreglustöð til sýnatöku og laus að henni lokinni.

03:43 Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Fluttur á lögreglustöð til sýnatöku og laus að henni lokinni.

04:19 Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum áfengi. Fluttur á lögreglustöð til sýnatöku og laus að henni lokinni.

04:40 Tilkynnt um mann sem reyndi að bíta fólk í miðbænum. Þá reyndi hann einnig að hlaupa undan lögreglu. Maðurinn handtekinn og fluttur á lögreglustöð.

04:50 Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Fluttur á lögreglustöð til sýnatöku og laus að henni lokinni.

Ýmis minniháttar mál sem tengdust ölvun og ólátum í miðbænum.

Stöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:

02:10 Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Fluttur á lögreglustöð til sýnatöku og laus að henni lokinni.

Stöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:

01:56 Tilkynnt um ofurölvi mann utan við krá í hverfinu og hann óskast fjarlægður. Manninum ekið heim.

02:00 Lögregla hefur afskipti af manni vegna fíkniefna misferlis en sá reynir að hlaupa undan lögreglu. Hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð.

04:39 Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og án réttinda. Fluttur á lögreglustöð til sýnatöku og laus að henni lokinni.

Stöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:

00:06 Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Fluttur á lögreglustöð til sýnatöku og laus að henni lokinni.

Auglýsing

læk

Instagram