Bandarískur blaðamaður líkir Patriots við íslenska liðið í Mighty Ducks

Fréttir

Coastal Point er vikublað dreift víðs vegar um Delaware í Bandaríkjunum. Í dag birti Coastal Point grein eftir blaðamanninn Tripp Colonell þar sem hann biður 
Tom Brady og lið hans the New England Patriots afsökunar. Ástæðan fyrir afsökunarbeiðninni er sú að blaðamaður finnst honum hafa verið ósanngjarn við Brady og Patriots í gegnum tíðina. Líkir hann liði Patriots við íslenska liðið í kvikmyndinni D2: The Mighty Ducks:

„Kannski að það sé vegna þess að ég ólst upp í Baltimore og, fyrir aðdáendur Baltimore Ravens (lið í NFL deildinni), þá voru Patriots vondu karlarnir sem tókst, samt sem áður, ávallt að sigra að lokum. Þetta var ofar mínum skilningi.

Ímyndaðu þér að þú farir að sjá D2: The Mighty Ducks í bíó. Þú bíður í röðinni eftir gosinu og situr í salnum í tvo tíma og hlýðir á refsiverða orðaleiki, aðeins til þess að sjá Fljúgandi V-ið tapa gegn íslenska liðinu sem skautar svo í átt að sólarlaginu og syngur Við erum meistararnir eftir Queen. Vondu karlarnir eiga ekki skilið að verða meistarar.“

(Maybe it’s because I grew up in Baltimore and, for Ravens fans, the Patriots were always the bad guys but still somehow always got to win in the end anyway. It just didn’t make any sense.

Imagine going to see “D2: The Mighty Ducks,” waiting in line for your $7 soda and sitting through two hours of penalty box-worthy hockey puns, only to see the “Flying V” inevitably flop when the credits inevitably roll and team Iceland skate back into the Scandinavian sunset singing “Við Rrum Meistararnir!” by Queen. The bad guys aren’t supposed to get to be the champions (“meistararnir”).)

– Tripp Colonnell

Heldur hann svo áfram:

„… til að byrja með fylgdist ég með leiknum með öðru auganu. Ég leit á sjónvarpið í þann mund sem Atlanta skoruðu aftur gegn Patriots og juku þar með forystuna í 28-3, á sama tíma og Audi reyndi að pranga lúxusbifreiðar upp á femínista, og ég hugsaði með sjálfum mér: ,Já, gott á þig, Ísland.“

(„… at first, I only had the game on as background noise. I remember looking up at one point, just in time to see Atlanta go up 28-3 and Audi trying to pander luxury sports cars to feminists, and thought to myself, “Yeah, take that, Iceland.”)

– Tripp Colonnell

Í lok greinarinnar lýsir hann svo ótrúlegum sigri Tom Brady og Bill Belichick, þjálfara Patriots, og óskar þeim til hamingju með árangurinn; í fyrsta skipti á ævi Tripp Colonnell voru Patriots „góðu karlarnir.“

Nánar: https://www.coastalpoint.com/co…

Hér fyrir neðan má sjá brot úr myndinni D2: The Mighty Ducks þar sem Gunnar Stahl klúðrar víti gegn markmanni Mighty Ducks liðsins. Myndbandið er aðgengilegt á Youtube undir yfirskriftinni Epískasta sena kvikmyndasögunnar og hafa yfir ein milljón manns horft á myndbandið. 

Auglýsing

læk

Instagram