Auglýsing

Ekki þarf lengur beiðni frá lækni fyrir transteymi Landspítalans – Mikið lagt upp úr samstarfi við samtökin ‘78

Í tilkynningu á fjölmiðlatorgi Landspítalans er sagt frá því að mikil uppbygging hafi átt sér stað á svokölluðu transteymi Landspítalans. Þar sem áður starfaði aðeins einn læknir og sálfræðingur einu sinni í viku starfar nú allt teymið alla virka daga.

Í tilkynningunni segir að samhliða aukningu á beiðnum til teymisins hafi starfsfólki fjölgað og að nú hafi verið ráðið í stöðu félagsfræðings, teymisstjóra og yfirlæknis.

Þar segir líka frá að ekki þurfi lengur að komi til beiðni frá lækni til að komast í hendur teymisins heldur sé nóg að senda þeim tölvupóst og biðja um viðtal.

Transteymi Landspítalans segist leggja mikið upp úr samstarfi við Samtökin ’78 og Trans Ísland og að það sé þeirra trú að slík samvinna ásamt reglulegum fundum muni hjálpa til við að veita sem besta þjónustu.

Í myndbandinu hér fyrir neðan er rætt við Sigríði Jónu Bjarnadóttur, teymisstjóra transteymis fullorðinna og Dr. Elizabeth McElrea, yfirlæknis transteymis Landspítala.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing