Auglýsing

Maður af erlendum uppruna reynir að nema barn á brott í Hafnarfirði – Hefur reynt að nema önnur börn á brott

Mikil reiði er meðal íbúa í Hafnarfirði eftir að móðir ungrar stúlku setti inn færslu þar sem hún lýsir því að maður hafi komið aftan að dóttur hennar og gripið hana hálstaki og tekið fyrir munn hennar.

Unga stúlkan nær að bíta manninn, sparka aftur fyrir sig og slíta sig þannig lausa og heyrir manninn blóta þegar spark hennar lendir og hún tekur fram að það hafi ekki verið á íslensku.

Móðirin segir lýsingu dóttur sinnar passa við lýsingu frá öðrum börnum frá byrjun maí fyrir utan litinn á úlpunni. Manninum var lýst sem dökkum á hörund (svolítið brúnn), með yfirvaraskegg og svart, stuttklippt hár en samt með lubba. Ber flestum saman um að maðurinn sé í kringum 170 sentimetra hár og líklega milli þrítugs og fertugs.

Í Facebook hóp sem margir íbúar Hafnarfjarðar sem margir íbúar Hafnarfjarðar eru í er spurt hvort lögreglan og Hafnarfjarðarbær ætli ekki að fara að taka málið föstum tökum en svo virðist sem bæði bæjaryfirvöld og lögregla hafi vitað af manninum í nokkurn tíma.

Nokkur foreldri segjast kannast við manninn og að hann hafi reynt að hrifsa í eða grípa til þeirra barna og segir einn faðir inni í hópnum að reynt hafi verið að kæra manninn fyrir að hrifsa í son hans fyrir stuttu en að lögreglan hafi ekki sýnt neinn áhuga á að taka við kærunni eða aðhafast í málinu.

Annað foreldri segist hafa rætt málið við barn sitt í sjöunda bekk og að dóttir hennar segi að krakkarnir viti af manninum og sé hann oft að sniglast í kringum skólann þeirra og sé kallaður „appelsínuguli maðurinn“ af börnunum í skólanum.

Einn faðir segir að það sé bara tímaspursmál hvenær hann muni ná að hafa barn með sér á brott þar sem hann hiki augljóslega ekki við að reyna slíkt um hábjartan dag og segir að það sé engin leið að vita hvað maðurinn myndi gera við barn sem honum tækist að hafa á brott.

Einnig ræða íbúar sín á milli um að setja í gang einskonar nágrannagæslu sem myndi fylgja börnum í og úr skóla þar sem dugleysi lögreglunnar væri algjört.

Nokkur foreldri hafa áhyggjur af hvað myndi gerast ef að „pabbarnir í hverfinu“ ná í manninn á undan lögreglunni og annar segir að með aðgerðarleysi sínu sé lögregla að gefa „skotleyfi á manninn“

Foreldrið sem tilkynnti árásina bætir svo við að búið sé að leggja fram kæru gegn manninum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing