„The Real Chernobyl“—heimildarmynd SKY um stórslysið í Tsjernobyl komin á Youtube

Fréttir

Þann 18. júní síðastliðinn frumsýndi SKY News heimildarmyndina The Real Chernobyl. Stuttu síðar rataði myndin inn á Youtube-rás SKY (sjá hér að ofan). Eins og fram kemur í kynningartexta sem fylgdi útgáfu myndarinnar á Youtube er The Real Chernobyl gefin út í kjölfar vinsælda sjónvarpsseríunnar Chernybol, sem SKY framleiddi í samstarfi við HBO.

Í heimildarmyndinni halda framleiðendur myndarinnar til Úkraínu og þá í því augnamiði að fyrirhitta fólk sem kom að aðgerðum í tengslum við kjarnorkuslysið í Tsjernobyl árið 1986. Þá geymir myndin einnig myndefni og myndbönd frá þeim tíma sem slysið átti sér stað. 

Líkt og fram kemur í grein Metro um málið hefur sjónvarpsserían Chernobyl þegar haft áhrif á ferðaþjónustuna í Tsjernobyl; 30% aukning hefur orðið á ferðamönnum til svæðisins í kjölfar útgáfu seríunnar.

Nánar: https://metro.co.uk/2019/06/19/eye-opening-sky-documentary-real-chernobyl-tracks-true-tragedy-behind-mini-series-10010883/

Auglýsing

læk

Instagram