Auglýsing

Fjöldi leitarmanna að störfum við Fnjóská – Ungur karlmaður datt í ána

Um 18:30 í gærkvöldi barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að karlmaður um tvítugt hefði fallið í Fnjóská við ósa hennar.

Maðurinn var með þremur félögum sínum en hann hvarf sjónum stuttu eftir að hann féll í ána en mikill fjöldi leitarmanna hefur verið að störfum á svæðinu.

Leitin hefur því miður ekki borið árangur ennþá og segir lögreglan að aðstæður á svæðinu séu erfiðar, áin mjög lituð og leitarsvæðið stórt þegar í ósa árinnar er komið.

Von er á frekari upplýsingum frá lögreglu er líður á daginn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing