Auglýsing

Háhyrningar sökkva snekkju við strendur Marokkó – Fimmti báturinn sem þeir sökkva á fjórum árum

Bjarga þurfti tveimur áhafnarmeðlimum af snekkju eftir að háhyrningar réðust á hana. Björgunarskip mætti á vettvang um klukkustund síðar og bjargaði fólkinu um borð.

Óvíst er hversu margir háhyrningar réðust á snekkjuna en hún var svo löskuð eftir árásina að hún sökk skömmu eftir að fólkinu var bjargað.

Þetta er fimmti báturinn sem háhyrningar ráðast á og sökkva á þessu svæði en óvíst er hvað veldur þessum árásum.

Rúmlega 700 atvik hafa verið tilkynnt um áreiti frá háhyrningum á þessu svæði en eftir því sem best er vitað hefur enginn látið lífið í þeim.

Svo mikið er áreitið orðið að strandgæslan hefur gefið út leiðbeiningar til fólks sem er á ferðinni að ef það verður vart við háhyrninga að alls ekki stöðva bátinn heldur sigla strax í sem grynnst vatn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing