Auglýsing

Halla Tómasdóttir næsti forseti Íslands

Halla Tómasdóttir verður næsti forseti Íslands en enn eru ekki allar lokatölur komnar í hús þó svo að þrjú kjördæmi hafi birt endanlegar tölur.

Katrín Jakobsdóttir neitaði fyrst um sinn að viðurkenna ósigur en hefur nú lýst yfir að Halla hafi borið sigur úr býtum.

Mikið tal hefur verið um taktískar kosningar en með því virðist almennt samþykki um að slíkt þýði að kosið sé gegn Katrínu Jakobsdóttur í von um að halda henni frá embættinu.

Halla Tómasdóttir er með 34,5 prósent atkvæða þegar 191.065 atkvæði höfðu verið talin en Katrín Jakobsdóttir með 25 prósent atkvæða.

Munurinn þykir það mikill að ekki er talinn raunhæfur kostur á að Katrín nái að sigla fram úr Höllu Tómasdóttur en á kjörskrá eru 266.935 manns.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing