Innbrot og akstur undir áhrifum: Hvað gerðist í þínu hverfi í dag?

Tilkynnt var um fjölda innbrota í morgun í hinum ýmsu hverfum höfuðborgarsvæðisins en fæstir þeirra fingralöngu fundust. Þó var einn sem braust inn í bifreið og var handtekinn skammt frá og vistaður í fangaklefa. Þetta voru nokkur af þeim verkefnum sem lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu stóðu í þennan daginn. Hvað gerðist í þínu hverfi í dag? Hér er dagbók lögreglunnar skipt niður eftir svæðum:

Lögreglustöð 1 – Austurbær – Miðbær – Vesturbær – Seltjarnarnes:

05:18- Tilkynnt um óvelkominn aðila á hóteli í miðborginni. Honum vísað út af lögreglu.
07:07- Tilkynnt um innbrot í grunnskóla í hverfi 107. Málið í rannsókn.
08:21- Tilkynnt um innbrot á vinnusvæði í hverfi 170. Málið í rannsókn.
08:34- Tilkynnt um innbrot í bifreið. Gerandinn fannst skammt frá og var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa.
13:04- Tilkynnt um innbrot í geymslur í hverfi 101. Málið í rannsókn.
14:37- Ökumaður handtekinn grunaður um undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hefðbundið ferli.

Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður – Garðabær – Álftanes:

06:10- Tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í hverfi 210.
14:04- Tilkynnt um slys á vinnusvæði í hverfi 210.

Lögreglustöð 3 – Kópavogur – Breiðholt:

06:45- Tilkynnt um umferðslys í hverfi 200. Ein bifreið skemmd en ekki slys á fólki.
10:04- Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 200. Ein bifreið skemmd en ekki slys á fólki.
15:03- Tilkynnt um þjófnað í verslun í hverfi 203.
16:26- Tilkynnt um illa áttaðan aðila á gangi á Reykjanesbrautinni.
Þá voru skráningarmerki tekin af 17 ökutækjum vegna skorts á tryggingum og aðalskoðun/endurskoðun.

Lögreglustöð 4 – Grafarvogur – Mosfellsbær – Árbær:

08:09- Tilkynnt um umferðarslys í hverfi 110. Einn ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíknefna. Handtekinn og vistaður í fangaklefa. Laus eftir yfirheyrslu.
13:46- Tilkynnt um eignaspjöll á strætóskýli. Lögregla sinnti.

Auglýsing

læk

Instagram