Auglýsing

Karlkyns húðflúrarar verða líka fyrir kynferðislegu áreiti

Málfríður S hjá Black Kross Tattoo mætti í þáttinn Blekaðir á Streymisveitunni Brotkast. Í þættinum er verið að ræða óviðeigandi hegðun sem viðskiptavinir eiga til að sýna listamanninum sem er að flúra þá.

Umræðan fer fljótlega út í óviðeigandi hegðun sem karlkyns húðflúrarar geta orðið fyrir í þessum bransa og byrjar annar þáttastjórnandi á að segja að hann kannist vel við þá hegðun og stundum geti myndast mjög óþægileg stemmning milli listamannsins og kvenkyns viðskiptavinar sem sýni af sér óþægilega hegðun.

Málfríður tekur undir það og segir að hún hafi margoft orðið vitni að því þegar karlmenn lendi í slíkum kringumstæðum og hún hafi meðal annars séð að einn karlkyns húðflúrari sem hún var að kenna hafi oft lent í þannig aðstæðum.

Hún lýsir því að sá listamaður hafi ekki alltaf gert sér grein fyrir að hegðunin væri óviðeigandi en að kvenkyns viðskiptavinir hafi stundum verið að mæta til hans í gegnsæjum nærbuxum og sumar sýnt af sér mjög óviðeigandi hegðun.
„Þú ert ekkert að fá þér flúr á hnéð og ferð úr buxunum og ert bara í gegnsæjum nærbuxum og bara glennt fyrir framan flúrarann,“ segir Málfríður.

Þáttastjórnandi tekur undir það og segir að flestir mæti nú bara í náttfötunum þegar þeir fá sér flúr.

Hægt er að sjá brot úr viðtalinu hér fyrir neðan en ef þú vilt horfa á allt viðtalið geturðu tryggt þér áskrift að streymisveitunni Brotkast.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing