Nútíminn kynnir: Aðsendar greinar og neytendamál

Nútíminn vill byrja á því að þakka fyrir þær frábæru móttökur sem miðillinn hefur fengið undanfarnar vikur en frá því í byrjun nóvember hafa tugþúsundir Íslendinga úti um allan heim heimsótt vefinn. Fjöldi þeirra sem lesa Nútímann frá degi til dags hafa farið fram úr björtustu vonum og það er mikil hvatning fyrir okkur sem að vefnum standa að halda áfram því góða starfi sem hefur verið unnið að undanförnu.

Í dag munum við kynna til leiks tvo nýja flokka á vefnum en það eru aðsendar greinar annars vegar og neytendamál hins vegar. Af því tilefni vildum við henda í litla frétt og láta lesendur okkar vita að hver sá sem vill fá grein birta eftir sig getur haft samband með því að senda tölvupóst á ritstjorn@nutiminn.is.

Að sama skapi ætlum við að kafa ofan í alls konar neytendamál – bæði stór og smá. Ef þú lumar á ábendingu um einhver slík mál þá skaltu ekki hika við að hafa samband með því að senda okkur línu á sama tölvupóstfang eða ritstjorn@nutiminn.is – dæmi um neytendamál er til dæmis léleg þjónusta hjá verslun, mikill verðmismunur á sömu vöru hjá mismunandi söluaðilum og allt þar á milli.

Auglýsing

læk

Instagram