Auglýsing

Reyndi að pissa á dyraverði í miðborg Reykjavíkur

Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt en einn var handtekinn fyrir að kasta af sér þvagi í miðbænum en hitti þó ekki á skotmark sitt. Maðurinn reyndi nefnilega að pissa á dyraverði. Hann neitaði að segja til nafns eða gefa upp upplýsingar um hver hann væri. Hann var því vistaður í fangaklefa þar til hægt væri að ræða við hann.

Þá kom tilkynning um stórhættulegt athæfi ungmenna sem voru að sprengja flugelda á bensínstöð. Þau voru farin þegar lögregla kom á vettvang. Önnur ungmenni fundust inni á skemmtistað í miðborginni. Þau voru fimmtán ára. Staðurinn má búast við sekt vegna þessa og var tilkynning send til barnaverndar.

Tilkynnt var um mann með innkaupakerru á miðri akbraut. Lögregla fór og ræddi við manninn, hann kvaðst vera að taka styðstu leiðina á áfangastað og sagði að göngustígar væru ófærir. Hann ætlaði þó að koma sér af akbrautinni.

Hér er dagbók lögreglunnar frá 17:00 í gær til 05:00 í morgun:

Stöð 1 – Austurbær, Vesturbær, Miðborg og Seltjarnarnes

  • Tilkynnt um mann í annarlegu ástandi, maðurinn hvergi sjáanlegur.
  • Tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir þar sem aðili var að reyna að komast inn í bifreiðar, aðilinn hvergi sjáanlegur þegar lögregla kom á vettvang.
  • Tilkynnt um ölvaðan aðila á hóteli til vandræða, honum vísað út af lögreglu.
  • Tilkynnt um vinnuslys á hóteli, minniháttar meiðsli. Fluttur á bráðamóttöku.
  • Tilkynnt um ungmenni sprengja flugelda á bensínstöð, þau farin þegar lögregla kom á vettvang.
  • Ökumaður handtekinn fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Hefbundið ferli.
  • Ungmenni (15 ára) fannst inn á skemmtistað í miðborginni, staðurinn má búast við sekt vegna þessa. Tilkynning send til barnaverndar.
  • Ökumaður handtekinn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna, hann reyndist einnig vera með fíkniefni meðferðis. Hann fluttur á stöð, laus að lokinni vettvangsskýrslu og blóðsýnatöku.
  • Einn handtekinn vegna gruns um líkamsárás í miðbænum, laus að lokinni upplýsingaöflun.
  • Einn handtekinn fyrir að kasta af sér þvagi í miðbænum en hann reyndi að kasta af sér þvagi á dyraverði, hann neitaði að segja til nafns eða gefa upp upplýsingar um hver hann væri. Vistaður í klefa þar til hægt verður að ræða við hann.

Stöð 2 – Hafnarfjörður og Garðabær

  • Tilkynnt um illa staðsetta bifreið, bifreiðin dregin af vettvangi
  • Ökumaður sektaður fyrir að vera í símanum undir stýri, málið afgreitt með vettvangsskýrslu.
  • Ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hefbundið ferli.
  • Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar á bar.
  • Ökumaður handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur. Hefbundið ferli.
  • Einn ökumaður sektaður fyrir að aka án gildra ökuréttinda.

Stöð 3 – Kópavogur og Breiðholt

  • Tilkynnt um mann með innkaupakerru á miðri akbraut. Lögregla fór og ræddi við manninn, hann kvaðst vera að taka styðstu leiðina á áfangastað og sagði að göngustígar væru ófærir. Hann ætlaði þó að koma sér af akbrautinni.
  • Tilkynnt um eld í pappagám, lögregla fór á vettvang.
  • Tilkynnt um fólk vera að henda flugeldum út af svölum og sprengja inn á svölum. Lögregla fór og kannaði málið.
  • Óskað eftir aðstoð lögreglu við að vísa aðila út af bar en hann var það til vandræða. Lögregla fór á vettvang.
  • Tilkynnt um umferðaróhapp þar sem ökumaður flúði vettvang. Bifreiðin óökufær, hún dregin af vettvangi.

Stöð 4 – Grafarvogur, Árbær og Mosfellsbær

  • Tilkynnt um sofandi aðila í strætó, hann vakinn af lögreglu. Honum var ekið heim til sín.
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing