Auglýsing

Sérsveitin kölluð til vegna tilkynningar um skotvopn á skemmtistað

Vopnuð lögregla ásamt sérsveit handtók tvo menn skömmu eftir að tilkynning barst frá skemmtistað í miðbænum að annar þeirra væri með skotvopn innanklæða.

Eftir handtöku kom í ljós að um eftirlíkingu eða svokallaða replica, væri að ræða en slíkar eftirlíkingar geta verið mjög raunverulegar. Mennirnir voru með fíkniefni á sér og annar þeirra grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Lögregla hafði einnig afskipti af manni sem var að reyna að brjótast inn í bíla og var þetta aðili sem lögregla hafði þurft að hafa afskipti af fyrr um kvöldið vegna ölvunar. Var maðurinn færður í fangaklefa og var mjög ósáttur og hafði í hótunum við lögreglu og sparkaði í einn lögreglumann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing