Auglýsing

Telur að fréttastofu Stöðvar 2 verði lokað

„Mér finnst Vísir miklu betri en MBL. Vísir meikar sense fyrir mér sem svona almennur fjölmiðill. Mogginn bara meikar engan sense. Það er bara eitthvað sem Smartland dregur áfram og svo er verið að setja inn hálfgerðar viðskiptablaðsfréttir og einhver leiðindi með. Ég held að MBL meiki bara engan sense. Þeir geta ekki selt fréttirnar sínar,“ segir Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og sósíalistaforingi, í spjallinu hjá Frosta Logasyni.

Þar heldur Gunnar Smári því fram fullum fetum að ef Marta María Jónasdóttir, fréttastjóri dægurmála og hugsuðurinn á bakvið Smartland, myndi hætta á MBL.is þá myndi vefurinn hrynja.

Gunnar Smári er með reynslumestu fjölmiðlamönnum landsins og nú er hann kominn í mikla sókn með Samstöðina sem er alhliða fjölmiðill og málgagn sósíalista. Í þessu viðtali er rætt við hann vítt og breytt um blaðamennsku, fjölmiðla, trúmál, skólakerfi, dómhörku samfélagsins og fleira og fleira.

Á meðal þess sem bar á góma er möguleg sala á miðlum Vodafone; fréttamiðlinum Vísi og útvarpsstöðinni Bylgjunni.

Sjónvarpsfréttir Nútímans og Brotkast?

„Það er ein spurning sem vantar í þetta. Hvað verður þá um fréttir Stöðvar 2? Ætlar þú að reka fréttastofu Stöðvar 2 án þess að hafa Bylgjuna og Vísi? Það er ekki fræðilegur möguleiki að Stöð 2 fyrir tekjuréttlætingu fyrir því að halda úti sjálfstæðri fréttastofu,“ segir Gunnar Smári og vísar í upphaf Stöðvar 2 í kring um 1986 en þá var byggt á „Channel+ módelinu.“

„Þú verður að hafa opin glugga til að ná fólki til að selja dagskrána og til að selja áskrift. Þeir lokuðu glugganum og ætla þeir þá núna að reka þetta án þess að hafa Vísi og Bylgjuna? Ég bara skil þetta ekki,“ segir Gunnar Smári og bendir á að þá yrði RÚV þeir einu á markaði með sjónvarpsfréttir.

„Það vantar inn í fréttina að þeir ætla að loka fréttastofu Stöðvar 2 og þá verður vinur þinn RÚV einn eftir á markaði. Þá byrjum við með sjónvarpsfréttir,“ segir Gunnar Smári og beinir orðum sínum að Frosta Logasyni, eiganda Brotkast og ritstjóra Nútímans.

„Ég var einmitt að hugsa það hérna um daginn hvort maður ætti að fara út í eitthvað slíkt með Nútímann og Brotkast saman, það er aldrei að vita. Það er rosalega hættulegt lýðræðinu að slík einhæfni yrði á markaði með einn fréttatíma sjónvarps,“ segir Frosti í þessu áhugaverða viðtali sem hægt er að hlusta og horfa á í gegnum Brotkast.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing