Auglýsing

Logic fyrsti rapparinn sem kemst í efsta sæti metsölulista New York Times

Fréttir

Í gær (3. apríl) varð bandaríski rapparinn Logic fyrsti rapparinn til þess að komast í efsta sæti metsölulista New York Times. Logic—sem heitir réttu nafni Sir Robert Bryson Hall II—gaf út skáldsöguna Supermarket í lok mars sem rataði rakleiðis í 1. sæti New York Times yfir vinsælustu pappírskiljurnar („paperback trade fiction“). Þar með lauk þriggja vikna sigurgöngu bókarinnar The Woman in the Window eftir A. J. Finn.

Nánar: https://www.nytimes.com/books/best-sellers/trade-fiction-paperback/

Supermarket fjallar um þunglyndan ungan mann sem starfar í matvöruverslun. Leyndarmál mannsins kvisast út þegar matvöruverslunin verður vettvangur glæps.

Nánar: https://pitchfork.com/news/logic-becomes-first-rapper-with-a-new-york-times-no-1-best-selling-novel/

Ásamt því að gefa út fyrrnefnda bók gaf Logic einnig út samnefnda plötu (sjá hér að neðan). Platan Supermarket geymir meðal annars lagið I’m Probably Gonna Rock Your World sem Logic samdi í samstarfi við Mac DeMarco. 

Þess má geta að blaðakonan Steffanee Wang gagnrýndi bókina Supermarket fyrir vefsíðuna Fader í gær:

„Supermarket er ekki snilldarleg skáldsaga—en ég efast um það að kaupendur bókarinnar búist við miklu, og það er nú ekki það sem skiptir máli í þessu samhengi. Í formála bókarinnar viðurkennir Logic að hafa ákveðið að skrifa Supermarket í kjölfar þess að hafa lesið nokkrar skáldsögur í beit í fyrsta sinn eftir að hafa komist á þrítugsaldurinn.“

– Steffanee Wang

Nánar: https://www.thefader.com/2019/04/03/logic-supermarket-review

Hér fyrir neðan má svo sjá gagnrýni The Needle Drop á plötunni Supermarket. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing