Þau brosa í gegnum seinkanir, öskur í börnum, fyllibyttur og svakaleg þrengsli um borð.
En flugþjónar eru bara fólk eins og þú og ég og undir yfirborðinu leynist oft pirringur sem flestir farþegar gera sér ekki grein fyrir.
Í nýju myndbandi frá Global Flow eru dregin fram 17 atriði sem fara mest í taugarnar á flugþjónum, samkvæmt flugþjónunum sjálfum.
Þarna eru augljósir hlutir eins og að opna harðfiskpokann með tilfallandi lykt og fólk sem er búið að fá sér of mikið í tána.
Og já, ef þú notar klósettið meðan farþegar eru að ganga til sætis, til hamingju: Þú ert hluti af vandamálinu.
En geturðu giskað á hver hin atriðin eru sem fara svona í taugarnar á fólkinu sem brosir samt til okkar?