Auglýsing

Trylltur múgur brenndi ferðamann til dauða – Sakaður um að hafa vanhelgað kóraninn

Mikill múgæsingur myndaðist í bænum Madyan í Pakistan eftir að erlendur ferðamaður var sakaður um helgispjöll en ekki er tekið fram hvað nákvæmlega maðurinn á að hafa gert annað en að hafa „vanhelgað“ kóraninn, hina heilögu bók múslima.

Helgispjöll eru ólögleg í Pakistan og er algengasti dómur við slíku dauðarefsing. Í þessu tilviki byrjaði múgur að myndast eftir að maðurinn var sakaður um glæpinn en lögregla mætti fljótlega á svæðið og bjargaði manninum.

Samkvæmt BBC  sagði lögreglan í Madyan að trúarleiðtogar á svæðinu hefðu kallað fólk til sín og hvatt það til að sækja manninn og refsa honum.

Það endaði með því að múgurinn réðist inn í lögreglustöðina með valdi og tók manninn haldi. Átta lögreglumenn slösuðust í átökunum.

Þegar út var komið var maðurinn laminn með bareflum, grýttur og snara sett um háls hans og hann dreginn þannig eftir götum bæjarins.

Eftir pyntingarnar var svo borinn eldur að manninum þar sem hann lá í blóði sínu og hann brenndur meðan æstur múgurinn hélt áfram að berja hann með bareflum.

Atvikið hefur vakið mikinn óhug og myndbönd af því hafa farið víða. Lögreglan í Madyan leitar nú þeirra sem áttu aðild að morðinu en ekki hefur verið tilkynnt um neinar handtökur enn sem komið er.

Hægt er að sjá brot úr myndbandi af atvikinu hér fyrir neðan en við viljum vara viðkvæma við innihaldi þess.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing