Auglýsing

Varð ítrekað fyrir kynferðisofbeldi 14 ára gömul og skildi ekki vanlíðan sem kom í kjölfarið

Sigurbjörg Vera Ingvarsdóttir var gestur í þættinum Götustrákar þar sem hún opnar sig um kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir þegar hún var unglingur. Nútíminn varar við þeim lýsingum sem eru í greininni en Sigurbjörg er mjög opinská í frásögn sinni og gæti einhverjum þótt erfitt að lesa svo grófar lýsingar.

Þegar hún var 14 ára varð hún fyrir miklu kynferðisofbeldi en hún segir að hún hafi ekki áttað sig á að um ofbeldi hafi verið að ræða. Fyrir henni var þetta bara kynlíf af því hún vissi ekki betur og hafði enga reynslu í þeim málum til að vita hvað væri eðlilegt kynlíf.

Hún segir frá að strákur á Egilsstöðum,19 ára gamall, hafi eitt sinn reynt að sofa hjá henni í samkvæmi í heimahúsi en hún hafi ekki haft áhuga á því en hann hafi ekki gefist upp og reynt ítrekað að sannfæra hana.

Sigurbjörg segir að á endanum hafi hún gefið það sem hún kallar þvingað samþykki. Hún lýsir því að í kjölfarið hafi hann og annar strákur farið með hana á rúntinn og skyndilega stöðvað bílinn og annar þeirra hafi yfirgefið bílinn meðan hinn hafi neytt hana til samfara í bílnum.

Meðan á ofbeldinu stóð hafi hinn aðilinn komið aftur inn í bílinn og neytt hana til að gefa honum munnmök og ítrekað reynt að stinga fingri inn í endaþarm hennar.

Sigurbjörg lýsir því að hún hafi ekki viljað neitt af þessu en það eina sem hún þorði að neita hafi verið að fá fingurinn þarna inn í sig. Vanlíðanin vegna þessa hafi verið mikil og þessi atburðarás hafi endurtekið sig nokkrum sinnum.

Síðan hafi hún kynnst öðrum strák og haldið að þar hafi verið á ferð aðili sem langaði að kynnast henni sem persónu, sem hún hafi þráð mikið á þeim tíma og leitað mikið í að fá viðurkenningu.

Sá aðili hafi hins vegar bara haf áhuga á að eiga við hana kynmök og hún hafi verið á þannig stað að henni hafi fundist hún skulda honum að gera honum til geðs þrátt fyrir að vilja það ekki í raun og veru.

Sigurbjörg lýsir því svo að þrátt fyrir að samþykki hafi verið til staðar í byrjun til kynlífs hafi hún neitað honum þegar hann krafði hana ítrekað um endaþarmsmök, sem hún neitaði alltaf.

Þrátt fyrir neitun hennar virti hann það ekki heldur „þrykkti honum bara inn“ eins og Sigurbjörg orðar það. Hann hafi svo hlegið að þessu öllu saman því að smokkurinn sem þau notuðu hafi rifnað við þetta enda hafi þau ekki notað sleipiefni eða neitt slíkt.

Hún lýsir því svo að hún skildi einfaldlega ekki af hverju henni leið svona illa yfir þessu því hún hafi í raun ekki áttað sig á að á henni hafi verið brotið.

Ofan á allt þetta hafi svo strákurinn verið að monta sig af því á Egilsstöðum að hafa fengið að eiga við hana endaþarmsmök. Henni hafi gengið illa að skilja að jafnvel ef hún hefði verið viljug, af hverju hann þætti merkilegur og flottur fyrir að hafa gert þetta en hún væri „ógeð fyrir það.“

Hægt er að hlusta á brot úr viðtalinu hér fyrir neðan en til að hlusta á allan þáttinn getur þú tryggt þér áskrift að streymisveitunni Brotkast.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing