15 ára datt ofan í pressugám og slasaðist

Fimmtán ára starfsmaður Gámaþjónustu Norðurlands varð fyrir vinnuslysi þegar hann lenti ofan í pressugám á móttökusvæðinu við Réttarhvamm á Akureyri. Þetta kemur fram í frétt á vef Vinnueftirlitsins.

Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins hjá fyrirtækinu kom í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur.

Börn og unglingar undir 18 ára hafa verið við störf á svæðinu en Vinnueftirlitið hefur nú bannað fyrirtækinu að láta unglinga vinna með hættuleg efni, bera þungar byrðar og starfa án handleiðslu fullorðinna starfsmanna. Þá hefur öll vinna barna og unglinga undir átján ára við pressugáma verið bönnuð.

Auglýsing

læk

Instagram