80 bílar fluttir til landsins í tengslum við tökur á Fast 8, tökur hefjast í byrjun apríl

Auglýsing

80 bílar auka tækja og annars búnaðar verða flutt til landsins í tengslum við tökur kvikmyndarinnar Fast 8 á Akranesi í vor. Þetta kemur fram á vef Skessuhorns.

Fast 8, áttunda myndin í Fast and the Furious myndaflokknum, verður að hluta til tekin upp á Akranesi. Þetta kom fram á Vísi í dag. Fast and the Furious myndirnar njóta gríðarlegra vinsælda. Síðasta myndin í flokknum, Furious 7, er til að mynda sjötta tekjuhæsta kvikmynd allra tíma.

Skessuhorn greinir frá því að undirbúningur hefjist í mars og taki tvær til þrjár vikur. Áætlað er að tökur hefjist 4. apríl. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segir í samtali við Skessuhorn að mikil umsvif fylgi verkefninu.

Það er mjög ánægjulegt að fyrirtækið Truenorth hefur sett sér það markmið að eiga sem mest viðskipti við heimafólk þegar ráðist er í svona verkefni. Verkefnið mun þannig hafa áhrif á veitingahús á Akranesi og ýmsa verslun og þjónustu.

Umgjörðin verður Sementsreiturinn og byggingar aflagðrar verksmiðjunnar, bryggjusvæðið við Akraneshöfn og nágrenni Krókalóns, samkvæmt frétt Skessuhorns. Á næstunni er von á leikstjóra myndarinnar til að taka svæðið endanlega út.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram