Írskir dagar um næstu helgi á Akranesi

Auglýsing

Bæjarhátíðin Írskir dagar verður haldin á Akranesi fyrstu helgina í júlí, eða næstu helgi.

Vegna Covid-19 verða gerðar ýmsar breytingar á dagskrá til að gæta öryggis íbúa og gesta. Þetta kemur fram á vefnum skessuhorn.is

„Við verðum með dagskrána víðar um bæinn til að dreifa fjöldanum eins og kostur er. Dagskráin verður að vanda mikið miðuð út frá börnum og unglingum,“ segir Fríða Kristín Markúsdóttir, viðburðastjóri Akraneskaupstaðar í samtali við skessuhorn

„Fjölmennustu viðburðirnir verða felldir niður. Brekkusöngnum verður að vísu streymt svo fólk getur notið hans. Götugrillin verða á sínum stað og hvetjum við alla til að skrá sitt grill til að fá óvænta gesti í heimsókn. Einnig verða verðlaun fyrir mest skreyttu götuna eins og í fyrra. Ég hvet auðvitað íbúa við göturnar til að sameinast, skrá sínar götur og njóta þess að eiga góða stund saman. Hægt er að skrá sína götu á [email protected]. Margt annað er í boði og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ bætir Fríða við.

Auglýsing

„Ég hvet fólk til að kynna sér dagskrána á Facebooksíðu Írskra daga og skagalif.is og minni á að dagskráin gæti breyst með stuttum fyrirvara vegna aðstæðna.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram