Amman fór í óvænt ferðalag á ísjaka

Auglýsing

Amma tístarans Catherine Streng fór í óvænt ferðalag á ísjaka um Jökulsárlónið fyrr í vikunni. Líkt og Vísir.is greindi frá var amman, sem var á ferðalagi um Ísland með syni sínum, stödd við Jökulsárlón þann 26. febrúar þegar hún fékk sér sæti á ísjaka fyrir myndatöku. Myndatakan byrjaði vel en ekki leið að löngu þar til ísjakinn losnaði frá og fór af stað með konuna meðferðis.

 

Fyrir heppni var annar ferðamaður, hinn Bandaríski Randy LaCount, einnig viðstaddur atvikið. Randy er með skipstjóraréttindi og vissi því hvað væri best að gera til þess að bjarga ömmunni. Amman komst í land heil af húfi og er eldhress eftir atvikið.

Hér að neðan má sjá tístið frá Catherine Streng, barnabarni ömmunnar, í heild sinni.

Auglýsing

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram