Ari Eldjárn er líka mjög fyndinn í Skotlandi: „Eldjárn missir ekki áhorfendurna í eitt augnablik“

Claire Smith, gagnrýnandi skoska dagblaðsins The Scotsman, er hæstánægð með uppistand Ara Eldjárn á Edinborgarhátíðinni sem stendur nú yfir. Ari fær fjórar stjörnur fyrir uppistandið og Claire segir að fáir nái að henda út jafn mörgum bröndurum á jafn mörgum tungumálum. „En Eldjárn missir ekki áhorfendurna í eitt augnablik.“

Sjá einnig: Ari Eldjárn er líka ógeðslega fyndinn á ensku

Íslendingar sem hafa mætt á uppistandssýningar Mið-Íslands eða séð Ara troða upp annars staðar kannast við vel heppnað grínið sem Claire telur upp í gagnrýni sinni.

Ari gerir grín að landfræðilegum árekstrum Íslendinga við Norðmenn, Finna, Færeyinga og Dani ásamt því að hann gerir að sjálfsögðu grín að sjálfum sér og þjóð sinni.

Hún nefnir sérstaklega að Ara hafi tekist að blanda hegðun dóttur sinnar saman við þátt af Game of Thrones og segir einnig að Ari eigi nóg af gríni úr háloftunum eftir að hafa starfað sem flugþjónn á árum áður.

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá Ara grína á ensku á verðlaunahátíð Norðurlandsráðs árið 2015.

Auglýsing

læk

Instagram