Aron Einar gaf bróður sínum veiðiflugu sem gerð er úr skegginu sem hann rakaði af sér í febrúar

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gaf bróður sínum veiðiflugu sem gerð var úr skegginu sem hann rakaði af sér í febrúar. Aron Einar hafði skartað vígalegu skeggi um nokkurn tíma, til að mynda þegar hann tók þátt í EM í Frakklandi í fyrra. Frá þessu er greint á Kaffið.is. 

Sjá einnig: Svona lítur Aron Einar út án skeggs: „Skeggið er farið – ég lít aftur út fyrir að vera ungur“

Þar segir að handboltamaðurinn Arnór Þór, bróðir Arons Einars, sé mikil veiðimaður og nýti sumarfríið gjarnan til að veiða í ám á Íslandi. Hann hefur því líklega verið frekar kátur þegar bróðir hans færði honum fluguna góðu. Flugan er í fánalitunum, rauð, hvít og blá og síðan fylgir skegg Arons Einars með.

Hér má sjá Aron Einar án Skeggsins góða.

 

Auglýsing

læk

Instagram