Ásdís Rán gagnrýnir Free the Nipple og kvenréttindastefnu: „Eins og ekkert sé eðlilegra en að ganga um bæinn á brjóstunum”

Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir segir að kvenréttindastefna síðustu ára sé ástæðan fyrir því að konur leiti ekki eftir viðurkenningu fyrir eigin fegurð eða líkama en telur einnig að þær konur sem tóku þátt í Free the Nipple byltingunni muni sjá eftir því í framtíðinni. Þetta kemur fram í viðtali á DV.

Ásdís sem beraði brjóst sín þegar hún sat fyrir í Playboy á sínum tíma og segir að það eigi ekki að vera feimnismál segir einnig að henni hafi brugðið þegar íslenskar stelpur tóku upp á því að bera á sér brjóstin og ganga um bæinn.

„Eins og ekkert sé eðlilegra en að ganga um bæinn á brjóstunum. Mér þykir furðulegt að sjá stelpur sem fussuðu yfir því að ég væri að pósa fyrir Playboy fyrir fullt af peningum, vera fyrstar til að rífa sig úr að ofan þegar tækifærið kom,” segir Ásdís við DV.

Hún bætir því þó við að konur ættu bara að gera það sem þær vilja og láta sér líða vel með það. Hvort sem það sé þá að ganga niður Skólavörðustíginn á brjóstunum, pósa fyrir ljósmyndara eða halda sig heima í fötunum.

Ítarlegt viðtal við Ásdísi má finna á DV þar sem hún ræðir meðal annars um það þegar hún sat fyrir hjá Playboy.

Auglýsing

læk

Instagram