Atli Fannar bjargar fólki frá „click-bait“ fréttum á Twitter: „Maður fólksins“

Nýjasta uppátækti Atla Fannars Bjarkasonar, stofnanda og fyrrum ritstjóra Nútímans, á Twitter hefur vakið miklar vinsældir. Atli deilir efni frá DV og bjargar lesendum frá svokölluðum „click-bait“ fréttum miðilsins.

„Click-bait“ fréttir DV hafa verið töluvert í umræðunni undanfarið en það eru fréttir þar sem fyrirsögn vekur upp forvitni án þess að gefa upp miklar eða réttar upplýsingar um innihald fréttarinnar.

Atli Fannar deilir fréttunum á Twitter og segir einfaldlega frá innihaldi fréttarinnar. Nútíminn hafði samband við Atla Fannar sem er um þessar mundir í sumarfríi með tveggja ára stráknum sínum. Hann segist vera að herma eftir erlendum Twitter aðgöngum á borð við Saved You A Click og sé einfaldlega aðeins að stríða DV.

Margir íslenskir Twitter-notendur eru þakklátir Atla fyrir þessa þjónustu. Helgi Hrafn Ólafsson segir Atla vera að sinna almannahagsmunum með færslunum. Þá er fjölmiðlakonan og leikkonan Ingunn Lára Kristjánsdóttir einnig ánægð með framtakið. „Atli Fannar, maður fólksins,“ skrifar hún á Twitter.

Auglýsing

læk

Instagram