Atli Fannar fór yfir fréttir vikunnar í Vikunni: „Fólk er augljóslega búið að missa vitið“

Atli Fannar Bjarkason fór að venju yfir fréttir vikunnar í þættinum Vikan með Gísla Marteini á föstudagskvöld. Atli fór um víðan völl og fjallaði meðal annars um Braggamálið, Beckham-hjónin og furðaði sig á því hvers vegna allt sé dýrara á Íslandi heldur en í meginlandi Evrópu .

Í síðustu viku voru það strá sem vöktu athygli úr kostnaðaráætlun Braggans góða en í þessari viku var það snitsel. Atli hélt því fram að kostnaðurinn við snitselið, sem kostaði 35 þúsund krónur, hafi ekki verið mesti skandallinn.„Það verður reyndar að viðurkennast að stærsti skandallinn við það er að þetta var nautasnitsel,“ segir hann.

Atli segir að málið sé greinilega búið að taka á í borgarstjórn þar sem fólk sé búið að missa vitið en þar vitnar hann í leikþátt sem Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, setti upp á borgarstjórnarfundi.

Sjáðu myndbandið

Auglýsing

læk

Instagram